Mosi er helsti óvinurinn í heimagörðum.
Til eru margar leiðir til að losa sig við mosa eða hefta hann. Engin pottþétt lausn er til.
Hvað getum við gert til að hamla mosavöxt ? |
Leið 1
Mosaeyðir gegn mosa í grasi. Hraðvirkur mosaeyðir sem svertir og svíður mosann á nokkrum klukkustundum. Vökvi sem blandað er saman við vatn og vökvaður með úðabrúsa eða vökvunarkönnu.
Leið 2
Mosatætarinn. Hægt er að leigja mosatætara ef bletturinn sé að breytast í mosateppi
Leið 3
Þessi aðferð hefur reynst vel.
Bera Áburðarkalk snemma vors sem er kornað kalk og vinnur geng súrnun jarðvegs og heldur mosavexti niðri. Mosinn vex í súrum jarðvegi.
Þrífosfat á haustin, ágúst - nóvember. Þrífosfat styrkir rótarkerfið og mosinn þolir ekki hreinan fosfór. Marg prófað.
Staðreynd: Mosinn vex yfir veturinn þegar engin áburður er í jarðveginum og þegar jarðvegurinn er frostlaus. |
Fyrsti skammtur á vorin af áburði hefur reynst vel, að gefa Áburðarkalk með köfnunarefnisríkum áburði t.d. graskorni eða græði 7. Einnig hefur reynst vel að nota Kalkammon sem inniheldur kalk og hátt innihald köfnunarefnis og bera á með blákorni.
Þrífosfat má einnig bera á, á vorin.
Leið 4
Bera köfnurnarefnisríkan áburð í litlum skömmtum allt sumarið. Tilgangurinn er að auka vöxt grasins og kæfa mosann.
Leið 5
Gömul aðferð til að drepa mosann. Bera sand eða skeljasand yfir blettinn.
Gangi ykkur vel að berjast við mosann. |