Meindýravarnir Suðurlands

Við hötum pöddur ;)

Slideshow Image

ÁBURÐUR 

Lífrænn eða tilbúinn ?
Ýmislegt varðandi val á áburði.


Markmið með áburðargjöf er að færa moldinni aftur þau efni sem jurtirnar hafa tekið eða munu taka sér til næringar.
Allir sem stunda garðrækt, trjárækt eða blómarækt vilja kröftugan vöxt og mikla uppskeru. Þess vegna er vert að vanda valið á áburði svo ekki skorti nein meginnæringarefni. 
Hér fyrir neðan ætla ég að upplýsa ykkur um meginnæringarefni. Hve mikið þarf að vera í jarðveginum og hverning má þekkja ef efnið skortir í jarðveginum.

KÖFNUNAREFNI (N)

Köfnunarefni er í próteini,hvötum og blaðgrænu. Skortur dregur úr vexti, einkum blaða. Ungar jurtir verða ljósgrænar en eldri gular og visnar. Grös skríða fljótt.
Flestar jurtir þurfa 10-15kg. á þúsund fermetra á ári.
Köfnunarefni eykur blaðvöxt. Köfnunarefnisríkar blöndur gefur maður gjarnan snemma á vorin. Eftir því sem líður á sumarið gefur maður gjarnan blöndu með litlu köfnunarefni. Mikil köfnunarefnisgjöf mið- eða síðla sumars leiðir til mikils vaxtar fram eftir hausti og eru plöntur þá ver búnar undir veturinn.
Haustið er tími "herðingar fyrir veturinn".

FOSFÓR (P)

Fosfór er í kjarnsýrunum og efnum sem notuð eru við orkuflutning. Skortur dregur úr vexti. Litur plantna verður dökkgrænn eða blágrænn. Rætur verða óeðlilega litlar og blómgun seinkar. Flestar jurtir þurfa 1-1,8kg. á þúsund fermetra á ári.
Fosfór skortur hefur áhrif á blómgun og er plöntunum nauðsylegt þó í litlu magni. Skorti þrífosfat, minnkar vetrarþol. Þrífosfat hefur reynst vel gegn mosa í grasflötum.

KALÍ (K)

Kalí er nauðsynlegt vegna salt- og sýrujafnvægis, en er ekki í lífrænum efnum í jurtunum. Skortur veldur grágrænum, gulgrænum eða gulum lit. Nytjatún þurfa allt að 10kg. á þúsund fermetra á ári.
Kalí hefur áhrif á vöxt rótarkerfisins og eykur vetrarþol, er nauðsynlegt. Talsvert kalí er í íslenskum jarðvegi og þarf því ekki að gefa mikið K á útjörð og móa, t.d. fyrir beit húsdýra eða með litlum skógarplöntum.

KALSÍUM (Ca)

Kalsíum eykur styrk og stýrir sýrujafnvægi. Skortseinkenni eru sjaldgæf. Yfirleitt er kalkað til að afsýra jarðveg og viðhalda réttu sýrustigi. Ef jarðvegur er súr, þá er þrífast plöntur ílla og algengt er að arfategundin Elting vaxi og mosinn dafnar vel. Ódýrasti kalkgjafinn á Íslandi er skeljasandur sem inniheldur um 90% Kalk.

MAGNESÍUM (Mg)

Magnesíum er í blaðgrænu og víðar. Skorts verður helst vart í rófum, höfrum og kartöflum. Blöðin fá bleikgulan blæ. Plöntur þurfa 1-1,2kg. á þúsund fermetra.

BRENNISTEINN (S)

Brennisteinn er í próteini. Skortur veldur ljósgrænum blöðum og grösin verða lin. Skorti á brennisteini er helst að vænta í þurrari héruðum landsins.
Flestar jurtir þurfa 0,5-1,5kg. á þúsund fermetra á ári.

SAMSETNING ÁBURÐAR

N-P-K það er magn þessara efna sem skiptir máli. Til dæmis er þetta í Blákorni 12-12-17. Kálkorn 12-19-19 (Græðir 1a). Graskorn 18-3,9-11,7 (Græðir 8). Trjákorn 20-5,2-6,6(Græðir 7). Sumar gerðir áburðar hafa nokkur efni að auki, t.d. Brennistein (S) og Magnesíum (MG) jafnvel Bór (B).

Áburður frá Áburðarveksmiðjunni
Til sölu hjá Frjó

Græðir 1a
12-19-19(6,7)

Innihald

Upplýsingar um Græði 1a

Köfnunarefni(N) 12%
Fosfór(P) 19%
Kalí(K) 19%
Áburður með:
6,7% brennisteini

Græðir 1a er garðáburður í moldargarða. Áburðurinn er til garðræktar og sniðinn fyrir þarfir kartafla og annarra matjurta í moldargörðum.
Áburðurinn er seldur í 40 kg.
pokum

 

Græðir 1b
12-14,6-17(2,1-1,0-7,4)

Innihald

Upplýsingar um græði 1b

Köfnunarefni(N) 12%
Fosfór(P) 14,6%
Kalí(K) 17%
Áburður með:
2,1%kalki 
1,1% magnesíum
7,4% brennisteini og 
0,1% bór.

Græðir 1b er garðáburður. Sniðinn fyrir þarfir kartafla og annarra matjurta sem ræktaðar eru í sendnum jarðvegi.
Áburðurinn er seldur í 40 kg.
pokum = Ekki framleiddur í ár.

 

Græðir 5
15-15-15(1,2-1,4-2,0)

Innihald

Upplýsingar um Græði 5

Köfnunarefni(N) 15%
Fosfór(P) 15%
Kalí(K) 15%
Áburður með:
1,2%kalki 
1,4% magnesíum
2,0% brennisteini 

Græðir 5 er blandaður túnáburður. Hentar vel á nýræktuð tún/grænfórðurrækt og þar sem skortur er á fosfór og kalí í túnum. Áburðurinn inniheldur magnesíum og á að viðhalda kalk- brennisteinsforða jarðvegs. 
Hentar vel fyrir ungar trjáplöntur til að styrkja rótarkerfið.
Áburðurinn er seldur í 40 kg. pokum.

 

Græðir 6
20-10-10(3,5-2,0)

Innihald

Upplýsingar um Græði 6

Köfnunarefni(N) 20%
Fosfór(P) 10%
Kalí(K) 10%
Áburður með:
3,5%kalki 
2,0% brennisteini 

Blandaður túnáburður.Hlutföll miðuð við meðalþörf af aðalnæringarefnunum þremur,köfnunarefni, fosfór og kalí. Gert er ráð fyrir að áburðurinn viðhaldi kalk- og brennisteinsforða jarðvegsins.
Áburðurinn er seldur í 40 kg. pokum.

 

Græðir 7
20-12-8(3,7-2,0)

Innihald

Upplýsingar um Græði 7

Köfnunarefni(N) 20%
Fosfór(P) 12%
Kalí(K) 8%
Áburður með:
3,7%kalki 
2,0% brennisteini

Græðir 7 er blandaður túnáburður. Mjög líkt efnainnihald og Græðir 6. Góður þar sem lítið er vitað um áburðarþörf. Heldur meira er af fosfór en í Græði 6 en minna af kalí. Viðheldur kalk- og brennisteinsforða jarðvegsins. Mjög góður trjááburður fyrir eldri tré.
Áburðurinn er seldur í 40 kg. pokum.

 

Móði 1 
26-14(2,6)

Innihald

Upplýsingar um Móða 1

Köfnunarefni(N) 26%
Fosfór(P) 14%
Áburður með:
2,6%kalki

Blandaður tvígildur áburður með köfnunarefni og fosfór. Hann er einkum notaður á úthaga og hentar einnig vel á þurrlendi og rýran jarðveg. Þessi áburður er mikið notaður af Landgræðslu ríkisins til uppgræðslu lands. Hestamenn hafa mikið keypt þennan áburð vegna hve mikið köfnunarefni er í áburðinum sem þýðir mikinn grasvöxt.
Áburðurinn er seldur í 40 kg.
pokum>

 

Áburðarkalk

Innihald

Upplýsingar um Áburðarkalk

Köfnunarefni(N) 5%
Kalsíum(Ca) 30%

Áhrifaríkt þar sem kalkskortur er mikill. Kalkið vinnur gegn súrnun jarðvegs og auðveldar plöntum upptöku annarra efna, auk þess heldur það mosa í skefjum. Köfnunarefnið örvar blaðvöxtinn.
Má ekki bera á kartöflugarða vegna kláðahættu nema um mjög súran jarðveg sé að ræða. Áburðurinn er seldur í 
40 kg. pokum> 5 kg. pokum

 

Blákorn
12-12-17(2,8-1,2-7,7)

Innihald

Upplýsingar um Blákorn

Köfnunarefni(N) 12%
Fosfór(P) 12%
Kalí(K) 17%
Áburður með:
2,8% kalki 
1,2% magnesíum
7,7% brennisteini

Blandaður áburður fyrir matjurtir. Þessi áburðarblanda er kalírík og auk þess með snefilefnin magnesíum og bór. Hún er sniðin sérstaklega fyrir gulrætur,spínat,hvítkál og blómkál. Hentar einnig vel á kartöflur og rófur. Blákornið hefur reynst vel við plöntun á litlum trjám og hentar vel sem alhliða áburður fyrir skrúðgarða.
Berið 20 gr. á hvern fermetra mánaðarlega yfir vaxtartímann maí til ágúst. Áburðurinn er seldur í
40 kg. pokum
10 kg. pokum
5 kg. pokum

 

Graskorn

Innihald

Upplýsingar um Graskorn

Köfnunarefni(N) 18%
Fosfór(P) 3,9%
Kalí(K) 11,7%
Áburður með:
4,0% kalki 
2,0% brennisteini

Tilbúinn áburður fyrir grasflatir. Hlutfallið í efnainnihaldinu liggur nokkuð nálægt meðalþörf, og ætti að viðhalda þörf jarðvegsins, sé ekki skortur á einhverju efninu fyrir. Ráðlagður skammtur fyrir 100 fermetra er um 4 kg.
Áburðurinn er seldur í
5 kg. pokum.

 

Trjákorn

Innihald

Upplýsingar um Trjákorn

Köfnunarefni(N) 20%
Fosfór(P) 5,2%
Kalí(K) 6,6%
Áburður með:
4,0% kalki 
2,0% brennisteini

Tilbúinn áburður fyrir trjágróður. Hæfilegur skammtur fyrir tré er um 100gr. fyrir hvern lengdarmetra trésins. Athugið að bera áburðinn ekki að stofninum. Hentar ekki fyrir ungar og litlar trjáplöntur notið frekar Blákorn.
Hæfilegur skammtur fyrir tré er um 100gr. fyrir hvern lengdarmetra trésins. Áburðurinn er seldur í 
5 kg. pokum.

 

Þrífosfat

Innihald

Upplýsingar um Þrífosfat

Fosfór(P) 45%

Þrífosfat er fosfórríkur áburður og er einkum notaður með blönduðum áburði þar sem fosfórskortur er. Þrífosfat stuðlar að auknum undirvexti garðávaxta og styrkir rótarkerfi trjáa og grass. Ef um mikinn fosfórskort er að ræða verða jurtirnar blágrænar og oft kemur á þær fjólublár litur.
Áburðurinn er seldur í 
50 kg. pokum.
5 kg. pokum.

 

Skeljakalk

Innihald

Upplýsingar um Skeljakalk

34% Kalk(Ca)
1,3% Magnesíum(Mg)
7,5% Önnur steinefni

Harpaður kalkríkur skeljasandur.
Að dreifa skeljasandi er ódýrasta leiðin til kölkunar túna en jafnframt seinvirk. Þeir sem eru forsjálir kalka tún sín seinni part sumars eða á haustin og koma þannig í veg fyrir kalkskort.
Áburðurinn er seldur í 
5 kg. pokum.

 

Kalkammon

Innihald

Upplýsingar um Kalkammon

Köfnunarefni(N) 20%
Kalk(Ca) 15%

Kalkammon er köfnunarefnisríkur áburður með miklu kalki. Köfnunarefni hefur aðallega áhrif á blaðvöxt jurta. Ef köfnunarefnisskortur er mikill kemur það fram á blaðgrænu jurtanna og verða þær ljósgrænar.
Áburðurinn er seldur í 
5 kg. pokum.

 

Kalíumsúlfat

Innihald

Upplýsingar um Kalíumsúlfat

Kalíum(K) 50%
Brennisteinn(S) 17,5%

Kalísúlfat eða brennisteinssúrt kalí er klórfrítt og má því nota í matjurtagarða sem og á gras og trjágróður. Kalí er einkum notað til viðbótar með blönduðum áburði þar sem kalískortur er. Þar sem kalískortur er mikill, verða jurtir gulgrænar eða grágrænar.
Áburðurinn er seldur í 
5 kg. pokum.

 

Banners

Meindyravarnir Opnun