Meindýravarnir Suðurlands

Við hötum pöddur ;)

Slideshow Image

Hvers vegna forvarnir?
Það er alkunna að áhafnir flugvéla yfirfara allan búnað fyrir flugtak, ekki vegna þess að bilanatíðni flugvéla sé sérstaklega há heldur til að tryggja öryggi og fara eftir reglum.

Eins er það með forvarnir til meindýravarna. Á þeim stöðum sem aldrei hafa komið upp nein vandamál tengd meindýrum er ekki hægt að ganga út frá að frávik geti ekki orðið.

Meindýravarnabúnað á að hugsa sem forvörn til að tryggja öryggi gegn meindýrum og til að fækka meindýrum í umhverfinu.

 

Meindýravarnabúnaður sem forvörn.
Virkt forvarnakerfi gefur fyrstu vísbendinguna um að meindýr séu til staðar og að frekari aðgerða sé þörf, þó að enginn hafi orðið meindýra var. 

Músa- og skordýragildrur hafa góða vöktun og eru einfaldur og ódýr kostur  (og til eru ýmsar útfærslur af þeim).

 

Til að tryggja öryggi.
Forvarnabúnaður til meindýravarna er alltaf góð fjárfesting. Meindýr valda auðveldlega meira fjárhagslegu tjóni á skömmum tíma em sem nemur þeim tilkostnaði að koma upp einföldum búnaði til að varna gegn þeim. Það hefur gerst að þau hafi nagað í sundur rafmagnsleiðslur eða eyðilagt rafmagnstæki og jafnvel valdið bruna í húsum.

Gildrur innandyra og eiturstöðvar utandyra til að fækka þeim í umhverfinu og draga úr ásókn þeirra á mannvirki er ein besta forvörnin.
 
Mikilvægt er að allt músaeitur sé þannig frágengið í viðurkenndum eiturstöðvum að það valdi ekki tjóni á öðrum skepnum. Veggfastar og læstar eiturstöðvar tryggja bæði endingu eiturs og jafnframt að aðrar skepnur komist ekki í það.
 
Músaeitur er fáanlegt steypt í vaxkubbum og þannig þolir það betur raka og aðra veðrun. 

Mýs geta heldur ekki borið það út. Vaxkubbarnir auðvelda líka skynjun og skráningu á svörun, þ.e. hvort það hafi verið nagað í kubbinn.

Gildrur innandyra eru safnkassar og límspjöld.

Áríðandi er að skrá allt hjá sér og hafa það í möppu. Skráning á aðgerðum gegn meindýrum auðveldar eftirlit með staðsetningu vandamálsins og hvort aðgerðirnar beri árangur.

Banners

Meindyravarnir Opnun