Um okkur
Meindýravarnir Suðurlands er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í meindýraeyðingu og forvörnum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Við bjóðum upp á árangursríkar lausnir við meindýrum eins og skordýrum, silfurskottum, parketlús, hamgærum, veggjalús, kakkalökkum, maurum, húsþjófum, veggjatítlum, mölum, blökkumaurum, köngulóm, rottum, músum, minkum og mörgum öðrum. Fyrirtækið er staðsett á Selfossi en veitir þjónustu á víðu svæði, allt frá Vík í Mýrdal til Búðardals.
Þjónustan sem við veitum
Við erum með mikla sérfræðiþekkingu og reynslu og tryggjum því árangur í meindýraeyðingu og forvörnum. Látum okkur sjá um að halda heimilið og fyrirtækið þitt laust við meindýr með réttu lausnunum
Virkt Forvarnakerfi – Forðastu Meindýr með Gildrum og Eiturstöðvum
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af meindýravarna búnaði, þar á meðal gildrum, músalyf og gildrum sem virka sem forvörn fyrir meindýr. Með virku forvarnarkerfi finnast meindýr á fyrstu stigum og aðgerðir gripnar áður en þau verða stórt vandamál.. Búnaður okkar er sérstaklega hannaður til að draga úr og fækka meindýrum í umhverfinu og tryggja öryggi heimila og fyrirtækja. Gildrur fyrir innandyra og utandyra eru bæði hagkvæmar og árangursríkar lausnir til að halda meindýrum í skefjum.
Meindýravarnir fyrir Öll Fyrirtæki og Heimili
Meindýravarnir Suðurlands veita sérhæfða þjónustu fyrir fjölmörg fyrirtæki í matvæla-, hótel- og verslunargeiranum. Með mikla reynslu í að fást við meindýr eins og flugur, skordýr, lúsmýi og músum og Við notum öflug efni gegn veggjalús (bed bugs), sem krefjast þess að rýmið sé ónotað í fjóra daga til að tryggja árangur. Við bjóðum einnig upp á árangursríkar aðgerðir gegn lúsmýi, sem hafa haft mikil áhrif á að fækka þeim í rýminu, þó ekki sé hægt að útrýma þeim alveg
Meindýravarnir í Matvælafyrirtækjum –
Hvernig Forvörnum er Beitt
Meindýrin sem eru til staðar í Matvæla og hótel geiranum, svo sem flugur, skordýr, lúsmý, mýs og mý, hafa möguleika á að bera með sér sýkla og mengun. Þessi meindýr hafa heimkynni í klóak, saur og jarðvegi, þar sem þau dreifa óhreinindum og sýklum. Til að tryggja að matvælin séu örugg til neyslu er mikilvægt að bregðast við með árangursríkum meindýraeyðingum og forvörnum. Með því að bæta forvarnir og halda meindýrum frá matvælum, getur fyrirtækið komið í veg fyrir mengun og tryggt matvælaöryggi.
Meindýravarnir Suðurlands – Fyrirtækið sem þú getur treyst
Meindýravarnir Suðurlands eru með öflugan neyðarsíma (893 9121) og við erum staðráðin í að veita viðskiptavinum okkar allar þær lausnir sem þeir þurfa til að tryggja að heimili og fyrirtæki séu laus við meindýr. Við erum með forvarnarsamninga við fyrirtæki í matvæla-, hótel- og verslunargeiranum og veitum þeim tryggingu fyrir öruggri og áreiðanlegri þjónustu.
Vörurnar okkar
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af gildrum, eiturstöðvum, músa lyfjum og öðrum meindýravarna búnaði sem henta fyrir heimili, fyrirtæki og matvælafyrirtæki. Hvort sem þú þarft að fækka flugum, skordýrum, lúsmýi eða veggjalús, þá hefur Meindýravarnir Suðurlands réttu lausnina. Með auðveldum og áreiðanlegum aðferðum getur þú tryggt að meindýr verði ekki vandamál.

Fugla gaddar
Við bjóðum upp á árangursríkar og mannúðlegar lausnir gegn fuglavandamálum og varg, sem tryggja bæði hreinleika og öryggi á viðkvæmum svæðum.
Öflugir og mannúðlegir fuglapinnar
Fuglapinnar úr ryðfríu stáli líkja eftir þyrniplöntum og endurspegla sólarljósið, sem hindrar fugla í að lenda á óæskilegum stöðum. Þeir draga úr fuglaskít og hreiðrum án þess að valda fuglunum skaða.
Þolnir og langvarandi fuglagaddarnir eru úr ryðfríu stáli, sem tryggir mikið þol og langan endingartíma. Þeir þurfa ekkert viðhald, þola allar veðuraðstæður og ryðga ekki, jafnvel í allt að 15 ár.
Margar notkunarmöguleikar
Fuglagaddar eru fjölhæfir og henta fyrir gluggakanta, þök, rennur, svalir og önnur svæði sem fuglar setjast á. Sérstaklega henta þeir fyrir svæði útsett fyrir fuglaskít.
Hvernig fugla gaddar virka
Fuglagaddar hindra fugla í að lenda á yfirborði. Þeir eru ekki ætlaðir til að meiða fuglana, heldur til að bæla þá frá svæðum þar sem þeir hreiðra um sig eða setjast. Þetta er sérstaklega árangursríkt á þéttbýlum svæðum.
Fuglagaddar gegn mávum.
Fætur máva eru ekki aðlagaðir til að lenda á oddhvössum greinum. Fugla gaddar hindra þá í að setjast, sem leiðir til þess að þeir leita sér að hentugri stöðum til að lenda og verpa.
Fuglagaddar og matvælaframleiðsla
Fuglagaddar koma í veg fyrir mengun og smitsjúkdóma, eins og fuglaflensu, sem fuglar geta borið með sér og smitað búfénað. Með því að hindra fuglana í að setjast á matvælaframleiðslusvæðum tryggjum við hreinlæti og minnkum áhættuna á mengun og smiti.
Gæðaeftirlit
Forvarnir og GÁMES/HACCP – Trygging Matvælaöryggis
Meindýravarnir Suðurlands nota nýjustu tækni og innra eftirlit með GÁMES/HACCP kerfi til að tryggja matvælaöryggi.
Kerfið byggir á framkvæmd 7 reglna sem draga úr hættum við framleiðslu og dreifingu matvæla, og verndar fyrirtæki, hótel og veitingastaði gegn sýklum og meindýrum sem geta mengað matvæli. Forvarnir eru lykilatriði til að hindra að meindýr hafi aðgang að matvælum og tryggja öryggi neytenda.
Við bjóðum einnig úttektir, vottanir og samstarfssamninga við heilbrigðisstofnanir, sem eru nauðsynlegar til að viðhalda heilbrigði í matvælaframleiðslu og tryggja að fyrirtæki standist alþjóðlega staðla og innlendar kröfur.
Meindýravarnir Suðurlands leggja mikla áherslu á umhverfisvænar og sjálfbærar vinnuaðferðir. Við notum Pest Scan, rafrænt eftirlitskerfi, sem stóran hluta af þessari stefnu. Með Pest Scan hafa viðskiptavinir aðgang að sérsniðnu svæði þar sem hægt er að skoða allar mikilvægar upplýsingar, þar á meðal eftirlitsskýrslur, tölfræði, leyfi, vinnuaðferðir, samninga, teikningar og fleira. Þetta auðveldar miðlun gagna til heilbrigðiseftirlitsins og tryggir skilvirkt og áreiðanlegt eftirlit.
Skordýr á íslandi
Þessi listi eru af helstu skordýrum sem við erum að kljást við. Það eru alltaf að koma upp ný afbrigði og fleiri áskoranir.

Silfurskotta
Latneskt heiti: Lepisma saccharinum
Enskt heiti: Silverfish
Kjör aðstæður: Raki
Líftími: 5 ár
Meinsemd: Nærist á pappír, myndum og skjölum
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir.

Parketlús
Öðru nafni: Barklouse
Latneskt heiti: Dorypteryx domestica
Enskt heiti: Barklouse
Kjör aðstæður: Mygla, raki
Líftími: 8 mánuðir
Meinsemd: Engin
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir

Hamgæra
Latneskt heiti: Reesa vespulae
Enskt heiti: Skin beetle
Kjör aðstæður: Lífrænn fatnaður
Líftími: 1 ár
Meinsemd: Nærist á ull, loðskinni og öðrum lífrænum fatnaði
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir
Nánar:
Hamgæra leggst á lífrænan fatnað og má finna í skápum eða skúffum. Fyrstu merki eru oft bjöllur í gluggakistum. Lirfur hennar valda mestu skaða og finnast oft í óvörðum matvælum eða fötum úr ull, pels og skinni.

Feldgæra
Latneskt heiti: Attagenus smirnovi
Enskt heiti: Vodka beetle
Kjör aðstæður: Lífrænn fatnaður
Líftími: 1 ár
Meinsemd: Nærist á ull, loðskinni og öðrum lífrænum fatnaði
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir
Nánar:
Feldgæra finnst víða um allt hús, ekki bara í eldhúsi. Vinsæll staður er sófi, prjónadótar eða lopapeysur í skápum. Lirfur hennar valda skaða á ull og loðskinni.

Hveitibjalla
Latneskt heiti: Tribolium destructor
Enskt heiti: Destructive flour beetle
Kjör aðstæður: Hveiti
Líftími: 3 ár
Meinsemd: Nærist á hveiti, korni og brauðvöru
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir
Nánar:
Hveitibjalla er algeng í hveiti og kornvörum.

Korntanni
Latneskt heiti: Oryzaephilus surinamensis
Enskt heiti: Sawtoothed grain beetle
Kjör aðstæður: Korn
Líftími: 3 ár
Meinsemd: Nærist á korni, hnetum og brauðvöru
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir
Nánar:
Korntanni finnst í kornvörum og hnetum

Krosskönguló
Latneskt heiti: Araneus diadematus
Enskt heiti: Cross spider
Kjör aðstæður: Í skjóli og glufum
Líftími: 5-6 mánuðir
Meinsemd: Engin
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir
Nánar:
Krosskönguló finnst í garði, á pöllum og við húsgögn. Hún getur auðveldlegið hertekið heilt hús ef ekkert er að gert.

Veggjalús / Bed bugs
Latneskt heiti: Cimex lectularius
Enskt heiti: Bedbug
Kjör aðstæður: Rúmdýnur
Líftími: 18 mánuðir
Meinsemd: Bítur og nærist á fólki
Skordýraeyðing: Ein koma hvíla rýmið í 4 daga
Nánar:
Veggjalús (rúmlús) býr í rúmdýnum og bíta fólk að nóttu til.

Lúsmý
Latneskt heiti: Culicoides
Enskt heiti: Biting midges
Kjör aðstæður: Votlendi
Líftími: 2-7 vikur
Meinsemd: Bítur og nærist á fólki
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir
Nánar:
Lúsmý bítur fólk, sérstaklega á morgnanna og kvöldin, og getur valdið sársauka og húðskemmdum. sem hafa haft mikil áhrif á að fækka þeim í rýminu þó ekki sé hægt að útrýma þeim alveg

Þýskur Kakkalakki
Latneskt heiti: Blattella germanica
Enskt heiti: German cockroach
Kjör aðstæður: Heimili
Líftími: 6-7 mánuðir
Meinsemd: Nærist á flestum matvælum, vond lykt
Skordýraeyðing: Ein koma hvíla rýmið í fjóra daga.

Húsamaur
Latneskt heiti: Hypoponera punctatissima
Enskt heiti: Roger’s ant
Kjör aðstæður: Rofnar skólplagnir
Líftími: 4 ár
Meinsemd: Getur bitið
Skordýraeyðing: Laga orsök, Hafa samband við pípara fyrst

Húsþjófur
Latneskt heiti: Ptinus tectus
Enskt heiti: Australian spider beetle
Kjör aðstæður: Hræ
Líftími: 1 ár
Meinsemd: Engin
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir

Brauðtítla
Latneskt heiti: Stegobium paniceum
Enskt heiti: Drugstore beetle
Kjör aðstæður: Brauð
Líftími: 1-2 mánuðir
Meinsemd: Nærist á hveiti, korni, brauðvöru
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir

Fatamölur
Latneskt heiti: Tineola bisselliella
Enskt heiti: Clothing moth
Kjör aðstæður: Lífrænn fatnaður
Líftími: 3-5 mánuðir
Meinsemd: Nærist á ull, loðskinni
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir

Hrísrani
Latneskt heiti: Sitophilus oryzae
Enskt heiti: Rice weevil
Kjör aðstæður: Hrísgrjón
Líftími: 6 mánuðir
Meinsemd: Nærist á hrísgrjónum
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir

Veggjatítla
Latneskt heiti: Anobium punctatum
Enskt heiti: Common furniture beetle
Kjör aðstæður: Rakt timbur
Líftími: 3 ár
Meinsemd: Eyðileggur timbur
Skordýraeyðing: Hvíla rými í 4 klukkustundir

Blökkumaur
Latneskt heiti: Lasius niger
Enskt heiti: Black garden ant
Kjör aðstæður: Gróin garður
Líftími: 4 ár
Meinsemd: Engin
Skordýraeyðing: Ein heimsókn
Hafa samband
Ef ykkur vantar að láta eitra fyrir skordýrum þá er gott að hafa samband beint við okkur.
Við reynum að hafa samband eins fljótt og auðið er.
