Meindýravarnir Suðurlands

Við hötum pöddur ;)

Slideshow Image Slideshow Image Slideshow Image Slideshow Image

LÍFRÆNAR VARNIR Í YLRÆKT


Íslenskir garðyrkjubændur hafa nú notað lífrænar varnir í nokkur ár og notkun þeirra eykst stöðugt. Mest er þetta í ræktun tómata, gúrkna og papriku og er nú svo komið að jurtalyf eru nánast ekki notuð í þessari ræktun. Einnig er að aukast notkun á lífrænum vörnum í annari grænmetisræktun í gróðurhúsum t.d. við ræktun salats, jarðaberja, kryddjurta o.fl.

Blómaræktendur hafa einnig verið að fikra sig inn á þessa braut.
Jafnframt því að nota ránmaura og önnur nytjaskordýr hafa menn notað límspjöld og skaðlaus efni s.s. kalí-sápur o.fl.
Notkun lífrænna 
varna krefst þess að tileinka sér nýjar aðferðir og ný viðhorf.

Nauðsynlegt er að nota stækkunargler og læra að þekkja skordýrin, skaðvaldana frá nytjadýrunum. Smám saman öðlast menn þekkingu á lífsferli skordýranna sem auðveldar mönnum að nýta sér nytjadýrin í baráttunni við skaðvaldana og einnig þær mismunandi aðferðir og hjálpartæki sem bjóðast á þessu sviði.

Nú er leyfilegt að flytja inn eftirfarandi tegundir nytjadýra, í stafrófsröð eftir heiti þeirra á latínu:

 1. AMBLYSEIUS CUCUMERIS.
  Ránmaur gegn tripsi. Dreift er úr flöskunni á neðri hluta platnanna, eða pokarnir eru hengdir á plönturnar. Þurfa hátt rakastig.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 50.000 stk. í plastflösku.
  b. 200.000 stk. í 200 bréfpokum.
 2. AMBLYSEIUS DEGENERANS.
  Ránmaur gegn tripsi og blómatripsi. Dreift er úr flöskunni á jarðveginn hjá plöntunum.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 2.000 stk í plastflösku.
 3. APHELINUS ABDOMINALIS.
  Sníkjuvespa gegn blaðlús. Dreift er úr flöskunni yfir plönturnar.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 250 stk. í plastflösku.
 4. APHIDIUS COLEMANI.
  Sníkjuvespa gegn blaðlús. Dreift er úr flöskunni á plönturnar.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 500 stk. í plastflösku.
  b. 100 stk. í plastflösku.
 5. APHIDOLETES APHIDIMYZA.
  Ránmý gegn blaðlús. Dreift er úr flöskunni á plönturnar.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 250 stk. í plastflösku.
  b. 1000 stk. í plastflösku.
 6. BOMBUS TERRESTRIS.
  Hunangsfluga til frævunar plantna, tómata.
  Búinu er komið fyrir á stalli í gróðurhúsunum, gjarnan í skugga.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. Hunangsflugubú, minni gerð.
  b. Hunangsflugubú, stærri gerð.
 7. ENCARSIA FORMOSA.
  Sníkjuvespa gegn hvítri flugu. Spjöldin eru hengd á plönturnar.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 300 stk. á spjöldum, 5 spjöld.
  b. 1500 stk. á spjöldum, 25 spjöld.
 8. HYPOASPIS MILES.
  Ránmaur gegn tripsi og svarðmýi. Dreift á jarðveginn hjá plöntunum.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 10.000 stk. í plastflösku.
  b. 25.000 stk. í plastflösku.
 9. MACROLOPHUS CALIGINOSUS.
  Rántíta gegn hvítri flugu. Dreift er úr flöskunni yfir plönturnar. Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 250 stk. í plastflösku.
 10. ORIUS MAJUSCULUS EÐA ORIUS LAEVIGATUS.
  Rántíta gegn tripsi. Títunum dreift á jarðveginn hjá plöntunum.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 250 stk. í plastflösku.
  b. 500 stk. í plastflösku.
 11. PHYTOSEIULUS PERSIMILIS
  Ránmaur gegn spunamaur. Pokarnir hengdir á plönturnar og rifið gat á þá. Úr flöskunum er stráð á plönturnar. Þurfa hátt rakastig.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 2000 stk. í pokum.
  b. 2000 stk. í plastflösku.
 12. STEINERNEMA CARPOCAPSAE.
  Þráðormar gegn ranabjöllu. Þynnt út í volgu vatni og vökvað á blautan jarðveg.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 10 milljón í plastbauk.
  b. 50 milljón í plastbauk.
  c. 100 milljón í plastbauk.
 13. STEINERNEMA FELTIAE.
  Þráðormur gegn svarðmýi. Þynnt út í volgu vatni og vökvað á blautan jarðveg.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 100 milljón í plastbauk.
 14. STRREPTOMYCES GRISEOVIRIDES."MYCOSTOP"
  Geislasveppur gegn rótarsveppum t.d. í gúrkum, Fusarium, Phomopsis, Alternaria og Botrytis.
  Dæmi um fáanlega skammta.
  a. 1 gr. í bréfi.
  b. 5 gr. í bréfi.
 15. LÍMSPJÖLD.
  Límspjöldin eru gul og blá.
 16. KALÍ-SÁPA, BIO-DUX kalíumoleat.f.
Meindyravarnir Opnun